Tölvunámskeið
Boðið er upp á fullkomna aðstöðu
til námskeiðahalds. Kennslustofa sem rúmar 9 nemendur
með fullkomnum
vélbúnaði og nýjustu forritunum.
Í tölvustofu eru í boði eftirfarandi tölvunámskeið:
Tölvugrunnur (stýrikerfi og vélbúnaður),
Ritvinnsluforritið Microsoft Word, Töflureiknirinn Microsoft Excel,
gagnagrunnsforritið
Microsoft ACCESS, glærugerðarforritið Microsoft PowerPoint,
veraldarvefurinn skoðaður með Microsoft Internet Explorer og
skipulags- og samskiptaforritinu Microsoft Outlook. Einnig er möguleiki á að skipuleggja
námskeið í vefsmíðum með
Macromedia Dreamweaver og teikniforritunum AutoCad og Inventor frá AutoDesk.
Aðstaða til almenns námskeiðahalds
Í boði eru tvær kennslustofur sem rúma 12 til 16 nemendur í einu. Stofurnar eru búnar skjávarpa, myndvarpa, sjónvarpi og myndbandstæki ásamt stórri töflu. Tölvumót skipuleggja í samstarfi við viðskiptavini hverskonar námskeið eða leigja út aðstöðu til námskeiðahalds sé eftir því óskað.