Tölvumót ehf.

Sveigjanlegt fræðslustjórnunarkerfi

Fræðslustjórnunarkerfið Náma

Fræðslustjórnunarkerfið heldur utanum alla þætti námskeiðahalds á einfaldan og meðfærilegan hátt. Kerfið keyrir á ACCESS og SQL gagnagrunni. Nýjasta útgáfa er keyrð á vefnum og er tengd Þjóð- og Fyrirtækjaskrá sem einfaldar alla skráningu.

Fræðslumiðstöðvar

Náma er frábær kostur fyrir fræðslumiðstöðvar og skóla sem sjá um námskeiðahald. Ásamt utanumhaldi um námskeiðin, er einnig hægt að skrifa út reikninga, senda þátttakendum og leiðbeinendum tölvupóst út úr kerfinu og skrifa út viðurkenningarskjöl. Kerfið varðveitir sögu allra sem sækja námskeið ásamt sögu einstakra fyrirtækja. Margir aðrir möguleikar eru fyrir hendi og er bent á Námu handbókina til frekari kynningar.

Fyrirtæki

Sú útgáfa sem hentar stærri fyrirtækjum, er skrifuð með aðgengilegu vefviðmóti ofaná gagnagrunninn. Þar geta starfsmenn fyrirtækisins farið inn undir eigin nafni og tekið þau námskeið sem ætlast er til af þeim sem og önnur sem standa þeim til boða. Hægt er að byggja upp prófabanka og leggja próf fyrir starfsmennina eftir að námskeiði er lokið.

 

MarkUp Validation Service | Um okkur | Veftré | Höfundarréttur | Hafðu samband | ©2003 Tölvumót ehf.