Upplýsingavefur
Tölvumóta
Margvíslegar upplýsingar unnar úr Jarða-, Þjóð-
og Fyrirtækjaskrá
Upplýsingavefurinn er þannig upp byggður að dregnar
eru fram staðtölur úr
Jarða-, Þjóð- og Fyrirtækjaskrá. Til að flokka
upplýsingarnar er horft til
sveitarfélagana í landinu og þau skoðuð hvert
fyrir sig eða þau borin saman.
Sem dæmi er hægt að skoða fjölda lögbýlisjarða í einstökum
sveitarfélögum fjölda
einstaklinga og fjölda fyrirtækja. Upplýsingarnar
eru ætíð nýjar og taka mið af gögnum Hagstofunnar á þeim
tíma þegar fyrirspurnin
er gerð.
Einstaklingar
Þær upplýsingar sem hægt er að skoða um
einstaklinga eru t.d. fjöldi
einstaklinga á landinu öllu, aldurs- og kynjaskipting, þessar
upplýsingar
er einnig hægt að fá fyrir sérhvert sveitarfélag.
Einnig er hægt að kalla
fram fjölda þeirra sem hafa látist á árinu
og skiptingu þeirra eftir aldri,
kyni og sveitarfélagi.
Fyrirtæki
Hægt er að fá upplýsingar um fjölda
fyrirtækja á landinu
öllu, samkvæmt Fyrirtækjaskrá, skiptingu þeirra
eftir ÍSAT-númerum og fjölda í einstökum
sveitarfélögum. Þá er hægt að sjá þau
fyrirtæki sem hafa hætt starfsemi
og er þá tekið mið af því ef Hagstofan
geymir ekki lengur upplýsingar um
þau.