Tölvumót ehf.

Félagaskrá á netinu

Hægt er að skrá margvíslegar upplýsingar

Um þessar mundir er verið að vinna heimasíðu fyrir vefsvæðið "felagaskra.is" en þar er um að ræða nýjar hugmyndir varðandi utanumhald félagatals. Á vefsvæði félagaskrár.is er hægt að halda utanum öll félög sem stofnuð hafa verið með kennitölu og skráð eru hjá Hagstofunni. Auk grunnupplýsinga úr Þjóðskrá er hægt að skrá inn aðsetur einstaklinga ásamt helstu upplýsingum sem varðveittar eru í dag, s.s. símanúmer og tölvupóstfang. Þá er hægt að skrá upplýsingar sem tengjast því félagi sem heldur skrána, t.d. ef um er að ræða hestamannafélag þá er hægt að skrá upplýsingar um hestaeign, staðsetningu hesthúss ofl.

Félagatalið tengt þjóðskrá

Reglulegar uppfærslur á þjóðskrárgrunninum tryggja að upplýsingar um heimilisföng félagsmanna eru alltaf réttar. Auk lögheimils er einnig hægt að skrá aðsetur félagsmanna sé það annað en lögheimili. .

Tengsl „felagaskra.is“ og „eg.is“

Þar sem gagnagrunnur félagaskrár er tengdur gagnagrunni ég.is munu þeir einstaklingar sem skráðir eru í félagaskrá verða varir við skráninguna inni á sínu svæði undir eg.is.

 

MarkUp Validation Service | Um okkur | Veftré | Höfundarréttur | Hafðu samband | ©2003 Tölvumót ehf.