Notkunarskilmálar
Höfundaréttur
Eftirfarandi er almenn lýsing á þeim notkunarskilmálum
sem gilda um öll vefsetur Tölvumóta ehf, þ.e. felagaskra.is,
eg.is, tannlaeknir.is og tolvumot.is
Allt efni vefjanna er höfundaréttarvarið og
eign Tölvumóta eða Hagstofunnar ef um er að ræða
upplýsingar úr gagnagrunnum
Þjóð- og Fyrirtækjaskrár. Ekki er heimilt
að taka
efni af vefjunum og afrita eða dreifa í ábataskyni.
Sé efni fengið af vefjunum skal það vera óstytt
og í upprunalegu
samhengi. Notendum ber að tilgreina á áberandi stað hvaðan það er
fengið.
Notkunarskráning
Tölvumót safna eingöngu upplýsingum um gesti sem fara
fram á að fá aðgengi að vefsetrunum með sérstakri skráningu. Upplýsingum um aðra
er ekki aflað.
Persónugreinanlegar upplýsingar
Við söfnun persónugreinanlegra upplýsinga er í öllu farið eftir lögum
nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Allir sem fara fram á aðgengi
að vefsvæðunum
eru sóttir úr þjóðskrá og því
eru allar grunnupplýsingar um þá til staðar. Ekki
er unnið með upplýsingar
um aðra en þá sem sækja um aðgengi.
Skráning lénsupplýsinga
Tölvumót safna upplýsingum um lén notenda
til
að hafa
yfirsýn yfir heimsóknir á vefina. Þessum upplýsingum
er safnað sjálfkrafa og verða notendur ekki varir við skráninguna.
Tilgangur
þessarar söfnunar er að fá yfirlit yfir heimsóknir
og hvaða hlutar vefjanna eru
mest lesnir.
Kökunotkun
Á sumum síðum vefjanna eru notaðar svokallaðar "kökur" (e.
cookies), en það eru smáar skrár, sem vefsetrin vista á hörðum
diski notandans til þess að varðveita upplýsingar um fyrri heimsóknir.
Ekki er hægt að nota þessar kökur til þess
að lesa önnur gögn af harða diskinum.
Upplýsingagjöf til annarra
Þriðja aðila verða ekki látnar í té upplýsingar
um notendur, nema þeir biðji sjálfir sérstaklega um það.
Tölvumót ehf.
áskilja sér rétt til þess
að breyta þessum notkunarskilmálum eða uppfæra þá fyrirvaralaust.