Lausnir
Access lausnir
Access er gagnagrunnsforrit sem fylgir MS Office. Með Access er hægt að skipuleggja og hanna gagnasöfnun og úrvinnslu sem mætir þörfum flestra fyrirtækja og stofnana. Access er jafnframt tengjanlegt við Oracle, SQL og önnur kerfi sem bjóða uppá ODBC tengingu. Notkunarmöguleikar eru m.a.:
* |
Starfsmannaskrár |
* |
Sölu- og samskiptakerfi |
* |
Uppgjör rekstrareininga |
* |
Verkbókhald |
* |
Skráning íþróttamóta |
* |
Ýmiss konar gagnaskrár |
Excel lausnir
Excel er töflureikniforrit sem flestir þekkja. Hægt er að semja margvíslegar lausnir með Excel sem eru notendavænar og unnar með VBA og „macros“ sem gerir vinnsluna nánast sjálfvirka. Einfalt er að nota Excel til að sækja upplýsingar með ODBC og MS-Query. Notkunarmöguleikar eru m.a.:
* |
Ýmiss reiknilíkön |
* |
Áætlanakerfi |
* |
Uppgjörskerfi |
* |
Önnur fjármála-/verkfræðikerfi |
Outlook lausnir
Outlook heldur utan um skilaboð, fundartíma, sambönd og verkefni ásamt því að skrá tíma sem unninn er í öðrum MS-Office forritum. Outlook hentar vel í ýmiss konar smálausnir. Notkunarmöguleikar eru m.a.:
* |
Einfalt verkbókhald |
* |
Skjalastjórnun |
* |
Markpóstur |
* |
Sölustjórnun |
Visual Basic for Applications – Öll Office forrit bjóða uppá VBA forritun fyrir sjálfvirkni eða kerfissmíði.