Tölvumót ehf.

Þjónustusamningar Tölvumóta

Þjónustusamningar við fyrirtæki og stofnanir

Tölvumót býður fyrirtækjum þjónustusamninga. Í þjónustusamningi felst að Tölvumót skuldbindur sig til að veita viðkomandi fyrirtæki forgangsþjónustu og bregðast eins fljótt og mögulegt er við vandamálum sem upp koma hjá viðskiptavinum. Skipta má þjónustunni í tvo flokka, símaþjónusta og fyrirtækisheimsóknir. Við gerð þjónustusamninga er gerð áætlun um þörf fyrirtækisins fyrir aðstoð og er kostnaðurinn áætlaður út frá þörf hvers fyrirtækis.

Símaþjónusta

Oft er auðveldara og ekki síst fljótlegra að hringja og fá leiðbeiningar í gegnum síma varðandi vandamál sem upp koma. Reynslan sýnir að starfsfólk er ósjaldan í erfiðleikum, vegna skorts á þekkingu eða vegna gleymsku við tiltölulega einfaldar aðgerðir sem sjaldan eru notaðar í Office forritum. Þjónustusími Tölvumóta er kjörin leið til að leysa vandamálin strax og spara ómældan tíma sem fer í tilraunir við að reyna að ráða fram úr vandanum.

Fyrirtækið heimsótt

Ef ekki er hægt að leysa vandamálið í gegnum síma er næsta skref að heimsækja fyrirtækið eins fljótt og hægt er og leysa vandamálið á staðnum.

MarkUp Validation Service | Um okkur | Veftré | Höfundarréttur | Hafðu samband | ©2003 Tölvumót ehf.